138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

svar við fyrirspurn.

[12:43]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það má vera einhver misskilningur í mér eða að ég heyri ekki rétt en ég get ekki séð að þessar þrjár ræður sem hafa verið haldnar hér á undan snerti mikið fundarstjórn forseta. Þær ættu frekar heima undir liðnum um störf þingsins, eða eitthvað svoleiðis. Ég fer þess á leit að þetta ákvæði um fundarstjórn forseta verði túlkað frekar þröngt til að við getum haldið áfram þeim störfum sem við eigum að vera að sinna hérna þessa dagana.