138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.

485. mál
[12:52]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við 2. umr. þessa máls lögðum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd fram þær breytingartillögur við þetta mál sem við töldum að væru til bóta. Þær hlutu ekki brautargengi hér á þingi, ekki meirihlutastuðning. Engu að síður styðjum við meginmarkmið frumvarpsins og munum því styðja það í þessari atkvæðagreiðslu eins og í lok atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. en áréttum að þau sjónarmið sem við komum fram með í umræðunni verði höfð í heiðri og höfð til hliðsjónar þegar kemur að framkvæmd laganna, ekki síst hvað varðar möguleika vígslumanna trúfélaga til að víkja sér undan því að framkvæma athafnir (Forseti hringir.) sem ekki eru í samræmi við trúarskoðanir þeirra.