138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

hjúskaparlög, staðfest samvist o.fl.

485. mál
[12:57]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Mig langaði hreinlega að óska öllum til hamingju með þennan dag. Þetta er mjög stórt skref í þá átt að gera Ísland að miklu skemmtilegra og betra landi. Það er alltaf ánægjulegt þegar þingið kemur sér saman um að gera eitthvað. (Utanrrh.: Af viti.) Af viti, segir hæstv. utanríkisráðherra, en líka bara að fólk sammælist um að gera eitthvað saman. Þetta þing hefur einkennst af miklum fréttaflutningi af átökum, hér standa allir með mannréttindum og mér finnst það vel.