138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

mat á umhverfisáhrifum.

514. mál
[12:59]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Fyrir stuttu komu fulltrúar þeirra aðila sem helst standa í því að laða að erlenda fjárfesta fyrir íslenskt atvinnulíf til fundar við iðnaðarnefnd. Þetta eru mest embættismenn sem m.a. kynntu okkur það að samkeppnishæfi Íslands væri slæmt vegna þess langa ferlis sem umhverfismat væri hér við alla ákvarðanatöku. (Gripið fram í: Miðað við hvað?)

Síðan vil ég minna á yfirlýsingar aðila vinnumarkaðarins, þá sérstaklega síðasta ASÍ-þings sem ályktaði að full ástæða væri til að reyna að stytta það umhverfismatsferli sem hér væri í gangi til að greiða atvinnutækifærum frekari leið á Íslandi.

Á sama tíma stíga hæstv. umhverfisráðherra og þessi ríkisstjórn það skref að lengja þetta ferli þrátt fyrir að umsagnir allra þeirra aðila sem mestu máli skipta í þessu séu í andstæða átt. (Forseti hringir.) Ég segi nei.