138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

bygging nýs Landspítala við Hringbraut.

548. mál
[13:06]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hef áður lýst efasemdum mínum um byggingu nýs Landspítala á þeim stað sem kveðið er á um. Ég tel að í þeim athugunum sem hafa verið gerðar hafi ekki verið litið nægilega vel á heildardæmið, t.d. þau nauðsynlegu samgöngumannvirki sem þarf að byggja í kringum þennan spítala og munu kosta milljarða króna. Í svari hæstv. samgönguráðherra til mín fyrir nokkru kom fram að samgöngumannvirki sem hafa verið talin þurfa að koma muni jafnvel kosta yfir 20 milljarða. Ég held líka að alls ekki hafi verið skoðað nægilega mikið að endurbyggja þarna eldra húsnæði. Það gæti verið miklu hagkvæmara að velja þessu nýjan stað og byggja frá grunni á þeim stað. Ég mun því ekki greiða atkvæði við þessa atkvæðagreiðslu.