138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

bygging nýs Landspítala við Hringbraut.

548. mál
[13:11]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Sá sem hér stendur mun styðja þetta mál. Vandlega hefur verið farið yfir það í fjárlaganefnd og heilbrigðisnefnd sem undirritaður situr í.

Landspítalinn er rekinn á 17 stöðum í borginni í einum hundrað húsum. Sameining Landspítala og Borgarspítala hefur í rauninni aldrei farið fram til enda. Hér er um brýnt hagsmunamál að ræða. Hagræði af þessu verður mikið, um 6% af rekstri Landspítalans sem nemur um 2,7 milljörðum á ári. Norðmenn hafa reiknað út að nýbygging spítala feli í sér 8% hagræði, hér er verið að tala um 6% hagræði af nýbyggingu og endanlegri sameiningu þannig að ég tel þetta vera vel innan marka. Þar fyrir utan þarf að hafa í huga að við þurfum ávallt að búa við besta heilbrigðiskerfi sem völ er á og þetta er liður í því.