138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

heimild fjármálafyrirtækis til að veita veðréttindi.

517. mál
[13:38]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við að hnýta aftan við neyðarlögin. Þessi lagasetning er meðal annars nauðsynleg til þess að ljúka uppgjöri á milli gamla og Nýja Landsbankans. Fjármálafyrirtækin hafa hingað til haft heimild til þess að veðsetja eigur sínar og gefa út skuldabréf gegn veðum. Hér er aðeins verið að auðvelda framkvæmd þess til þess að laga það að veruleika neyðarlaganna.

Það er í raun og veru alveg ótrúlegt að sá stjórnmálaflokkur sem stjórnaði landinu í 18 ár skuli núna víkja sér undan ábyrgð og taka ekki þátt í því hreinsunarstarfi sem við erum að vinna að. (Gripið fram í.)