138. löggjafarþing — 137. fundur,  11. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[14:59]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Í framhaldinu langar mig að spyrja um önnur brýn atriði í frumvarpinu eins og t.d. að hér er verið að kveða á um að styrkja valdheimildir Fjármálaeftirlitsins. Við erum að koma upp útlánaskrá hjá Fjármálaeftirlitinu til að draga úr útlánahöftum í fjármálakerfinu og fá betri yfirsýn yfir stórar áhættuskuldbindingar á landsvísu. Við erum einnig að styrkja brýn atriði eins og t.d. að setja strangari reglur um stórar áhættuskuldbindingar. Að óbreyttu eru ekki nógu strangar reglur um stórar áhættuskuldbindingar svo að það sé á hreinu. Og það sama gildir um lánveitingar til tengdra aðila og hæfi eigenda. Eru þetta ekki nógu brýn málefni til að fara með þetta mál í gegn og gera það að lögum sem allra fyrst? Því að brennt barn ætti að forðast eldinn.