138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[10:41]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um breytingartillögur frá meiri hlutanum og við munum greiða atkvæði með þeim enda er mjög mikið af því sem við börðumst fyrir á vettvangi nefndarinnar komið þarna inn. Ég vísa sérstaklega til þess að hér er þingið að gefa skýr skilaboð um að þau fyrirtæki sem bankarnir yfirtaka verða að vera seld innan 12 mánaða. Það er afskaplega mikilvægt að það gerist því að við vitum að núna eru mörg fyrirtæki, jafnvel stór og öflug, í eigu bankanna og að það er ójöfn samkeppni hjá þessum fyrirtækjum gagnvart minni fyrirtækjum sem hafa lifað þessi áföll af. Við segjum já.