138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[10:44]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Þetta er eitt af stóru málunum sem við eigum eftir að fjalla um. Það væri mjög æskilegt að aðskilja fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi og við sjálfstæðismenn höfum lagt áherslu á að þetta er eitt af þeim stóru málum sem við þurfum að ljúka. Það er hins vegar ekki raunhæft að gera það í einni svipan án þess að við séum búin að fara yfir málið. Við höfum hins vegar lagt á það áherslu og komið með tillögu um það í nefndinni að þetta sé forgangsmál sem hefði þurft að klára núna en við getum ekki greitt atkvæði með þessari tillögu eins og hún stendur hérna. Þetta er eitt af stóru verkefnunum.