138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

574. mál
[11:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég er að sjálfsögðu jákvæður gagnvart þessum breytingum því að þær þýða skattalækkanir. En ég spyr hv. þingheim: Hver á að fjárfesta? Hver á að taka áhættuna af því að fjárfesta þegar ekki er á hreinu hvernig eignarhaldinu er háttað í svona fyrirtækjum og menn geta enn þá leikið þann leik sem var orsök hrunsins, að kaupa í eigendum sínum og láta peninga fara í hring? Það er það sem við verðum að laga, frú forseti. En ég er að sjálfsögðu jákvæður gagnvart þessu litla skrefi, þetta er enn eitt hænuskrefið, en ég vil að menn fari að sjá heildarmyndina. Ég segi já.