138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[11:17]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeim áfanga sem hér virðist vera að komast í höfn. Það hefur lengi verið einlæg trú mín að þetta sé leiðin til að fá nýja stjórnarskrá sem bærileg sátt getur náðst um í þjóðfélaginu. Ég fagna sérstaklega þeirri breiðu samstöðu sem er að myndast um málið en sú var tíðin, t.d. á árinu 1995, að sú sem hér stendur var ein í þingsal sem greiddi atkvæði með stjórnlagaþingi. Ég held að þetta sé merki um ný vinnubrögð og breytingar og ég er sannfærð um að þetta gefur von um að þjóðin fái nýja stjórnarskrá áður en mjög langt um líður.