138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[11:24]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mér finnst alltaf best að nefna hlutina réttum nöfnum og málamiðlun er málamiðlun. Í því felst að þeir sem eigast við láta af ýtrustu kröfum og það er ánægjulegt þegar það tekst. Ég vil hins vegar mótmæla því sem ég las eða heyrði einhvers staðar í gær eða í morgun að búið væri að útvatna stjórnlagaþingið. Svo er hreint ekki. En ef vel tekst til getur vel verið að við fáum kryddlegið stjórnlagaþing.