138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[11:32]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Í þeim breytingartillögum sem hér eru til umræðu og atkvæðagreiðslu er gert ráð fyrir undirbúningsnefnd valinkunnra manna sem á að vinna undirbúningsvinnu sem nýtist í aðdraganda þjóðfundar og stjórnlagaþings og er sú breyting til mikilla bóta. Við sjálfstæðismenn lögðum áherslu á þennan þátt, ásamt reyndar hv. þm. Þráni Bertelssyni, þegar málið kom til umræðu í allsherjarnefnd og fögnum því að sjálfsögðu að meiri hluti nefndarinnar skuli hafa tekið undir þau sjónarmið.

Við styðjum þær breytingartillögur og breytingar sem verið er að gera á frumvarpinu og leggjum áherslu á að þær séu til bóta. Afstaða okkar gagnvart stjórnlagaþingi sem slíku hefur auðvitað komið skýrt fram, en um leið og við styðjum breytingartillögurnar munum við ekki leggjast gegn því að málið (Forseti hringir.) gangi til 3. umr. en óskum að sjálfsögðu eftir því að málið gangi til nefndar eins og rætt hefur verið um á þeim vettvangi.