138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[16:56]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég hef verið að fylgjast með þessum áhugaverðu umræðum í dag að sjálfsögðu, enda flyt ég málið. Ég þurfti að bregða mér frá vegna skyldustarfa annars staðar og fékk þá símtöl um að hér væri kallað eftir mér og minni nærveru af hv. þingmönnum, t.d. Sigurði Kára Kristjánssyni. Ég geri ráð fyrir því að hæstv. forseti geri ráðstafanir til að þeir aðilar sem eftir mér hafa kallað komi í þingsal og geti átt við mig þann orðastað sem þeir óskuðu eftir þar sem enginn þeirra sem eftir mér kölluðu er á staðnum.