138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[17:31]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kom inn á það í máli mínu í upphafi að þessi gjöld verða öll skoðuð hjá viðeigandi ráðuneytum. Ég tók málið upp þegar ég kynnti það í ríkisstjórn og þá gerði ég jafnframt grein fyrir því að við þyrftum að fara í gegnum alla þessa gjaldtöku og ég tel eðlilegt að við gerum það. Það er hluti af þeirri tiltekt að við förum í gegnum lög okkar almennt og slíkar gjaldtökur einfaldlega vegna þess að við viljum vanda til verka og ekki viljum við fá annan eins dóm yfir okkur út af fleiri málum.