138. löggjafarþing — 139. fundur,  14. júní 2010.

afgreiðsla mála fyrir þinghlé.

[12:19]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F):

Frú forseti. Ég vil taka til máls sem nefndarmaður í félags- og tryggingamálanefnd. Að mínu mati hefur verið unnið þar mjög faglega og mjög vel. Ég vil að það komi fram af minni hálfu að ég hef ekki athugasemdir við störf nefndarinnar. Ég tel að nefndin hafi unnið í mjög góðu samráði við alla viðeigandi umsagnaraðila, m.a. réttarfarsnefnd. Ég tel að frumvörpin sem hafa verið unnin með þessum hætti í félags- og tryggingamálanefnd séu komin á þann stað að hægt sé að leggja þau fram. Þetta byggi ég á þeirri skoðun minni að innan félags- og tryggingamálanefndar hafi farið fram einstaklega gott starf og það kann ég vel að meta.