138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012.

582. mál
[20:12]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Hér liggur fyrir þingsályktunartillaga um samgönguáætlun 2009–2012. Ég get tekið undir margt af því sem fram kom hjá hv. þingmönnum Sigurði Kára Kristjánssyni og Jóni Gunnarssyni varðandi höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina. Engu að síður er hér, í það minnsta í Suðvesturkjördæmi, verið að leggja til framkvæmdir í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Með það í huga, frú forseti, og framfarir á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi þar sem við erum þó að gefa í hvað varðar framkvæmdir, segi ég já.