138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

255. mál
[22:41]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Pétur H. Blöndal spyr hvort ríkisábyrgð sé á þessum innstæðum. Það kom skýrt fram í nefndarálitinu að þar sem um væri að ræða sjálfseignarstofnun væri ekki um að ræða ríkisábyrgð þannig að alveg skýrt er að ekki er um ríkisábyrgð á sjóðnum að ræða og að í þeirri tilskipun ESB sem við erum í raun og veru að fara hér eftir og reyna að uppfylla, um að hvert og eitt aðildarríki að EES-samningnum eigi að koma sér upp innstæðutryggingakerfi, er ekki skýrt tekið fram hvort ríkisábyrgð eigi að vera á því og jafnvel margir sem halda því fram að svo sé ekki þar sem fyrsta tilskipunin tilgreinir það ekki sérstaklega.

Til þess að vera með það alveg á hreinu þá tilgreinir meiri hlutinn í nefndaráliti sínu að ekki sé um ríkisábyrgð á sjóðnum að ræða.