138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

255. mál
[22:44]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég er enn og aftur spurð að því hvers vegna sjóðurinn er deildaskiptur en ekki tveir aðskildir sjóðir, A-sjóður og B-sjóður, sem ekki eru á sömu kennitölu. Ég get ekki séð að því fylgi meiri áhætta að vera með þetta á einni kennitölu en á tveimur kennitölum þar sem alveg skýrt er að fjárhagur þessara tveggja deilda er aðskilinn að öllu leyti og það er sama svar og ég hef gefið hér áður.