138. löggjafarþing — 142. fundur,  16. júní 2010.

afgerandi lagaleg sérstaða Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi.

383. mál
[00:22]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er um mjög merkilegt mál að ræða og ég vil nota tækifærið og þakka hv. þm. Birgittu Jónsdóttur og öðrum þingmönnum Hreyfingarinnar fyrir að hafa forgöngu um að það skuli vera hér til umræðu og komi hérna fram. Hér ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að leita leiða til að styrkja tjáningarfrelsi, málfrelsi, upplýsingamiðlun og útgáfufrelsi. Þetta er merkilegt mál sem ég vona svo sannarlega að eigi eftir að verða að veruleika og vekja hér athygli. Ég kem hérna eingöngu upp til þess að þakka þeim fyrir það frumkvæði sem að þessu stóðu.