138. löggjafarþing — 142. fundur,  16. júní 2010.

erfðabreyttar lífverur.

516. mál
[03:17]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Vinstri hreyfingin – grænt framboð fagnar afgreiðslu málsins. Það er verið að breyta lögum frá 1996 um erfðabreyttar lífverur og taka upp ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins frá 2001, níu ára gamallar tilskipunar. Málið hefur verið rætt á þremur þingum án þess að vera afgreitt fyrr en nú. Það er mikilvægt að halda málinu áfram og taka upp tilskipanir um merkingu á matvælum og fóðri. Við hvetjum til þess að í þá vinnu verði farið og það klárað innan skamms.