138. löggjafarþing — 142. fundur,  16. júní 2010.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

255. mál
[03:23]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða mjög hættulegt mál sem ég hvet hv. þingmenn í meiri hlutanum til að skoða því að það er ekki aftur snúið ef menn ganga frá því sem lögum frá Alþingi. Við leggjum áherslu á að þetta fari aftur inn í nefnd til þess að við getum farið betur yfir málið því að eins og kom fram í umræðum áðan getur farið virkilega illa ef við göngum frá þessu eins og málið er búið núna.

Við munum sitja hjá við atkvæðagreiðslu um breytingartillögurnar, sem eru eðli málsins samkvæmt ekki allar alslæmar, en leggjum alla áherslu á að þetta mál megi ekki fara í gegnum þingið eins og það er núna, alls ekki.