138. löggjafarþing — 142. fundur,  16. júní 2010.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

255. mál
[03:24]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég tel rétt að málið fari aftur til nefndar og er því sammála en ég vek athygli á því að að óbreyttu erum við að greiða í gjaldþrota innstæðusjóð og það eru fáar og stopular greiðslur. Ef við tökum ekki þetta mál áfram erum við ekki að taka á fjölmörgum álitamálum sem við erum brennd af og erum að verja innstæður sem standa ekki almennum sparifjáreigendum til boða. Menn kvarta mikið undan ríkisábyrgð en það að hafna stofnun nýs sjóðs styrkir í sessi þá ríkisábyrgð sem er á innstæðum í dag án þess að greitt sé afgjald fyrir, án þess að við séum í raun og veru að styrkja eða búa til nýjan sjóð til að safna fjármunum frá bankastofnunum.

Það er því mikilvægt að þetta mál fái framgang og frekari umræðu um leið.