138. löggjafarþing — 143. fundur,  16. júní 2010.

framhald þingfundar.

[05:29]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég kem upp til að taka undir tillögu hv. þm. Bjarna Benediktssonar, að vísu ekki um sterkt kaffi, egg eða beikon, heldur að þingflokksformenn verði kallaðir saman og ræði um fundarstjórn forseta. Ég held að það sé alveg ljóst að langflestir þingmenn eru tilbúnir til að vinna út þennan dag. Það er fráleitt að við skulum vera hérna kl. hálfsex að morgni að ræða um innstæðutryggingar og þjóðaratkvæðagreiðslur, við erum búin að afgreiða stjórnlagaþingið héðan, stóran skuldapakka og erum nú komin í rammaáætlun. Það er alveg ljóst að margir þingmenn hefðu haft áhuga á að tjá sig frekar. Ég ítreka þá ósk sem hv. þm. Bjarni Benediktsson bar upp, að þingflokksformenn fundi með forseta og slíti þessum fundi í framhaldinu.