138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[11:47]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Skeytið var til hæstv. forsætisráðherra og það er lítilmannlegt af hæstv. forsætisráðherra að fela sig bak við starfsmenn. Skeytið er til hæstv. forsætisráðherra. Frumvarpið er hrákasmíð. Það kemur hér fram að einn kosturinn við að sameina í velferðarráðuneyti er að það er hægt að sameina heimahjúkrun og heimaþjónustu. Virðulegi forseti. Það er búið að gera það. Það hefur ekkert að gera með sameiningu ráðuneyta og í þessu kemur fram ótrúleg vanþekking.

Hæstv. ráðherra heldur áfram að segja að það sé fullt af sparnaðarleiðum í þessu. Ég spurði: Af hverju er ekki búið að reikna þær út? Það kemur fram að ef menn fara í þetta verkefni muni biðlaunakostnaður verða allt að 200 millj. kr. Það kemur fram að ekki á að segja einum einasta yfirmanni upp heldur bjóða þeim aðrar stöður. Og það kemur fram að það á algjörlega eftir að reikna út sparnaðinn hvað þetta varðar.

Ef menn loka húsnæði er oft og tíðum um langtímaleigu (Forseti hringir.) að ræða, þetta liggur allt fyrir. Af hverju er ekki búið að reikna þetta út?