138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[12:31]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem kom fram hjá hæstv. fjármálaráðherra að í greinargerð með frumvarpinu er talað um að eftir framlagningu þess verði framvindan metin í ljósi árangurs af því samráði sem verður.

Í upphafi þessarar greinar er talað um að málinu skuli lokið í haust. Getur ekki verið að þarna stangist svolítið á textinn í frumvarpinu og það sem stjórnvöld eru að fara með inn í þingið? Það er búið að gefa út hvenær þetta mál eigi að vera klárt, sagt er að einhvers konar samráð eða samskipti eigi að vera við aðila, en ef ég skil þetta rétt hafa menn gefið sér að það eigi að klára þetta mál í haust.

Hvað þýðir það? Ef það verður ósætti, ef það verða miklar deilur um þetta mál, á þá samt að klára það í haust? Ég vil minna hæstv. fjármálaráðherra á hans eigin orð í þingsal í desember 2007 (Forseti hringir.) þegar hann talaði um mikilvægi þess að ná samstöðu um breytingar á Stjórnarráðinu og önnur slík mál.