138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

vatnalög.

675. mál
[16:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Rétt í þessu voru að berast fréttir af því, alla vega á mbl.is, að gengistrygging lána hefði verið dæmd óheimil í Hæstarétti. Mér finnst ófært að hv. Alþingi fari heim við svo búið og skora ég á hæstv. forseta að halda þingi áfram á föstudaginn þannig að við getum rætt afleiðingar þessa og gert ráðstafanir til að bregðast við því.