138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

umboðsmaður skuldara.

562. mál
[16:58]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég tek undir það sem hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson sagði, að þetta væri gott mál. Við erum raunar að skýra hlutverk Ráðgjafarstofunnar. Við erum að endurnefna hana og segja að hún eigi að taka afstöðu með lántakendum, skuldurum, og vinna að því að leysa þeirra skuldavanda.

Hins vegar vil ég líka benda á að þetta er náttúrlega sértækt úrræði. Þetta er úrræði fyrir þá sem verst standa. Þetta er ekki nóg. En ég segi já því að þetta er svo sannarlega til bóta.