138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

varnarmálalög.

581. mál
[17:11]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Kúvending Samfylkingarinnar í þessum málum er alger. Á tveimur árum hefur stefna Samfylkingarinnar í þessum málum algjörlega snúist á hvolf. Við atkvæðagreiðslu hér fyrir tveimur árum sagði hv. þáverandi varaformaður utanríkismálanefndar, núverandi hæstv. félagsmálaráðherra, með leyfi forseta:

„Þá er í fyrsta sinn leitt í lög að starf Íslendinga að varnarmálum skuli einungis vera borgaralegs eðlis og það aðskilið frá almennri öryggisgæslu, lögreglu og landhelgisgæslu. Þessi tímamótalöggjöf er því kærkomin fyrir alla áhugamenn um sjálfstæða utanríkisstefnu þjóðarinnar. Nú er endanlega bundinn endir á tíma kalda stríðsins í íslenskum varnarmálum.“

Nú er þessi tímamótalöggjöf greinilega komin úr tísku hjá Samfylkingunni. Nú er komið eitthvað nýtt. Nú skal sameina lögreglu og borgaraleg og varnartengd verkefni. Það á ekki og það má ekki leika sér svona með öryggis- og varnarmál þjóðarinnar. Þetta er ómögulegt mál. (Forseti hringir.) Ég segi nei.