138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

erfðabreyttar lífverur.

516. mál
[17:14]
Horfa

Anna Margrét Guðjónsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér erum við að innleiða í lög níu ára gamla tilskipun Evrópusambandsins. Innan mánaðar er von á skýrslu sambandsins um úttekt á áhrifum þessarar tilskipunar. Ég tel að það verði gagnlegt að skoða hana og þar af leiðandi hugsanlega endurskoða þessi lög innan skamms tíma. Við eigum sannarlega að sýna varkárni og gegnsæi í öllum þessum málum, en við verðum líka að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi, ekki síst í hátækniiðnaði eins og líftæknin er.