138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

erfðabreyttar lífverur.

516. mál
[17:16]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Mig langaði bara að fagna því að komin er löggjöf um þetta mikilvæga málefni. Það er eiginlega skömm að því að við séum níu árum á eftir að setja löggjöf um erfðabreyttar lífverur. Ég skora á hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að taka í gegnum ráðuneyti sitt löggjöf er varðar merkingar á erfðabreyttum matvælum hið fyrsta. Það hefur legið inni í ráðuneytinu allt of lengi.