138. löggjafarþing — 146. fundur,  16. júní 2010.

vatnalög.

675. mál
[17:48]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Mörg hundruð tölvupóstar sem okkur hafa borist um að standa vörð um almannaeign á vatni eiga að verða okkur hvatning til þess að endurskoða löggjöf sem snýr að auðlindum Íslendinga til sjávarins og til landsins. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Við þurfum að endurheimta eignarhald á orkufyrirtækjum á Suðurnesjum og er ég að vísa þar til sænsk-kanadíska skúffufyrirtækisins Magma Energy, sem sennilega hefur komið hingað til lands með ólögmætum hætti. Þetta er nokkuð sem ráðherrar í ríkisstjórn hafa lýst yfir vilja til að endurskoða og við þurfum að endurskoða alla löggjöf sem snýr að eignarhaldi á orkunni og þeim fyrirtækjum sem vinna hana fyrir okkur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)