138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

fundarstjórn.

[14:40]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Svo sannarlega ætla ég að ræða fundarstjórn forseta og það sem kom fram í máli hæstv. forsætisráðherra áðan, þar sem svo virðist sem þetta sé síðasti dagur þingsins. Hér kemur forsætisráðherra fram enn á ný og skipar fyrir. Hún hefur skipað rannsóknarnefnd Alþingis fyrir, sjálfstæðri nefnd á vegum þingsins. Hún kemur með fyrir fram gefna niðurstöðu fyrir Hæstarétt. Það er óásættanlegt að þessi orð falli af munni hæstv. forsætisráðherra. Hún nefndi tvær leiðir sem væru færar í þessu máli, að láta vextina standa, eins og segir í dómsúrskurði, eða að binda lánin við íslenska vísitölu eins og íslensku lánin eru. Það er óásættanlegt að framkvæmdarvaldið skuli geta farið fram með þessum hætti aftur og aftur og mér finnst, (Forseti hringir.) frú forseti, að það verði að gera athugasemd við það þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar fara fram (Forseti hringir.) með málflutning af þessu tagi.