138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

662. mál
[15:12]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að það sé gert með þessum hætti. Ég benti einmitt á það á þessum fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar að unnt væri að fresta þessari umræðu og kalla málið til nefndar og fá umsagnir um það og skoða það betur. Það er allt og sumt sem ég fór fram á í þessu máli. Það hefur fengið mjög undarlega meðferð, að hluta til vegna þess að það festist inni í þingflokki Samfylkingarinnar, undir það skal tekið hér. Hins vegar er það svo að maður vill bara hafa fast land undir fótum þegar maður samþykkir eða samþykkir ekki mál. Það taldi ég mig ekki hafa á fundi nefndarinnar og ég fagna því að það gefst tóm til þess.