138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

662. mál
[15:13]
Horfa

Frsm. sjútv.- og landbn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef reynt að haga störfum mínum sem formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þannig að tekið sé fullt tillit til óska nefndarmanna í hvívetna, ég held að nefndarmenn hafi reynt það í vetur jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu.

Ég taldi að orðið hefði samkomulag, þegar verið var að ræða afgreiðslu þingmála, um að þetta mál færi í gegnum 2. umr. með atkvæðagreiðslu og færi svo í 3. umr., þ.e. til nefndarinnar, sem óskað er eftir — ég gleymdi að minnast á það í fyrri framsöguræðu minni að það er ósk um að það fari til nefndarinnar á milli umræðna. Þetta var misskilningur minn. Mér skilst að framsóknarmenn hafi gert samkomulag um það að málið færi til umræðu, umræða yrði kláruð en atkvæðagreiðslu frestað. Ég misskildi þetta.