138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

greiðsluaðlögun einstaklinga.

670. mál
[16:42]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég mun samþykkja þetta frumvarp og eins 3., 4. og 5. mál á dagskránni og hugsanlega fleiri. En varðandi þennan svokallaða heimilispakka vil ég koma upp til að lýsa yfir að ég mun greiða atkvæði með honum. Ég tel hins vegar að það sé hvergi nóg að gert fyrir heimilin í landinu eins og fram hefur komið hér. Við erum í smáskammtalækningum á þinginu varðandi hag heimilanna og vanda þeirra. Það er kominn tími til að Alþingi og ríkisstjórnin taki af skarið og fari í almennar aðgerðir.