138. löggjafarþing — 150. fundur,  3. sept. 2010.

staða heimilanna.

[10:45]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Varðandi stöðuna sem snertir gengistryggðu lánin, sem er nú stóra málið í þessu öllu, þá hefur ríkisstjórnin brugðist við niðurstöðu dómsins með því að fara yfir ýmsar sviðsmyndir sem gætu komið fram. Varðandi frystingu lána, ef verið er að tala um það sem hefur verið í gangi um allnokkurt skeið, munum við auðvitað endurmeta það ef fara þarf í frekari frystingar lána, bæði varðandi fyrirtæki og heimili.