138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

framkvæmdir í vegamálum.

[10:36]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég mun að sjálfsögðu nýta ráð og ágæta starfskrafta forvera míns í embætti og reyna að hafa samfellu. Ég tel það til góðs og ekki veikleika heldur styrkleika að stuðla að slíku.

Varðandi gjaldtöku í vegakerfinu lít ég ekki á gjaldtöku innan hins opinbera kerfis sömu augum og Sjálfstæðisflokkurinn, t.d. þegar seldur er aðgangur að sjúkrastofnunum eins og Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir og lagði áherslu á þegar hann fór með þann málaflokk. Ég legg það ekki að jöfnu við gjaldtöku á vegum landsins. Gjaldtaka er hins vegar eitt og gjaldtaka getur verið annað. Hvað erum við að tala þar um háar upphæðir og hvert rennur þetta fjármagn? Rennur það til opinberra aðila? Rennur það til lífeyrissjóðanna (Forseti hringir.) í landinu eða rennur það til einkaaðila sem ætla að gera sér þetta að féþúfu?