138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

árleg ráðstefna á Akureyri um málefni heimskautasvæðanna.

341. mál
[11:10]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er meðal þeirra hv. þingmanna sem skrifa undir nefndarálit utanríkismálanefndar og styð þessa þingsályktunartillögu. Ég tel þetta afar mikilvægan málaflokk sem mun einungis aukast að mikilvægi fyrir okkur Íslendinga á komandi árum. Eini fyrirvarinn sem ég geri og vildi koma hér upp til að nefna er núverandi efnahagsástand. Það sat dálítið í mér að við erum að samþykkja tillögu um að styðja við bakið á árlegri ráðstefnu. Ég gerði þó ekki formlegan fyrirvara við það en tek undir þau sjónarmið sem fram komu í nefndaráliti okkar, að að sjálfsögðu verði hinn opinberi stuðningur að ráðast af efnahagsástandi og fjárframlögum. Ég vil koma því sjónarmiði á framfæri hér við atkvæðagreiðsluna.