138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[12:16]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa ágætu spurningu vegna þess að ekki mundi maður vilja að sá misskilningur yrði útbreiddur að um væri að ræða vandræðagang innan ríkisstjórnarinnar. [Hlátur í þingsal.] Svo er ekki, enda kom ég inn á það í framsöguræðu með nefndaráliti að þær athugasemdir og neikvæðu umsagnir sem bárust nefndinni, eins og hv. þingmanni er fullkunnugt, lutu flestar að stofnun atvinnuvegaráðuneytis. Það er þar sem við teljum meiri þörf á samráði og það er það sem stefnt er að, að reyna að ná betri lendingu í meiri sátt við hagsmunaaðila í þeim efnum.