138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[15:48]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum á ný fyrir þessa fyrirspurn. Mér sást yfir að fjalla í ræðu minni um þá ósk mína að vita hve margir starfsmenn væru í undirstofnunum, því ég fór fram á meira; ég fór líka fram á það að lauslega yrði slegið á laun þeirra þannig að við hefðum þau í höndunum í allsherjarnefnd við setningu þessa frumvarps; hvaða stofnanir fara undir hvert nýtt ráðuneyti; hvað eru margir starfsmenn í þeim stofnunum og hver eru laun þeirra. Þær upplýsingar var ekki hægt að fá í hendurnar vegna hins svokallaða tímaskorts. En hefði verið vilji hjá forsætisráðuneytinu að veita mér þessar upplýsingar hefði forsætisráðuneytið að sjálfsögðu átt að fá frest, enda fékk ég þetta svar hér síðastliðinn þriðjudag og það er kominn mánudagur, heil vika sem hefur farið í súginn. Svona þurfum við þingmenn að taka á honum stóra okkar. Ég hef áhyggjur af stöðu Alþingis, hvernig er valtað yfir þingið, því að meira að segja þessi upplýsingaskylda virðist ekki lengur vera til staðar og engin vinna í allsherjarnefnd varðandi frumvarpið í sumar svo að það sé upplýst hér að lokum.