138. löggjafarþing — 152. fundur,  7. sept. 2010.

staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.

693. mál
[12:06]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Það er ágætt að þessum misskilningi skuli eytt. Ég ætla þá að koma upp til þess að verja sjálfstæði nefnda þingsins. Ég stend í þeirri meiningu að við sem sitjum í hv. efnahags- og skattanefnd höfum nokkuð frjálst val um það hvernig við högum störfum okkar og hvort við fundum kvölds eða morgna, við munum ekki hlíta einhverjum fyrirmælum frá forustu þingsins í þeim efnum. Við vinnum mál eftir að þau eru komin inn á okkar borð. Ég trúi því að hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir sé tilbúin að standa með mér og okkur í efnahags- og skattanefnd fyrir sjálfstæði nefndarinnar og að hún hafi fullt vald yfir því hvernig hún sinnir sínum málum og sínum störfum.