138. löggjafarþing — 152. fundur,  7. sept. 2010.

staðgreiðsla opinberra gjalda o.fl.

693. mál
[12:07]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér er að myndast mikið bræðralag vegna þess að ég ætla að fara fram á slíkt hið sama við hv. þm. Birki Jón Jónsson. Ég get alveg tekið undir það að nefndir þingsins eiga og hafa mikið sjálfstæði. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eða fulltrúar okkar í viðskiptanefnd þingsins hafa beðið um einn frekar en tvo fundi um einstök mál og fengið þau svör að það væri ekki hægt af praktískum ástæðum að hafa þá fundi í þessari viku, jafnvel þótt um kvöld- eða jafnvel næturfundi væri að ræða, vegna þess að nefndarritarar væru uppteknir við annað. Ef þetta er rangt og ef þetta er eitthvað sem við ætlum ekki að sætta okkur við, get ég svo sannarlega tekið undir það og lýsi því hér með yfir að við skulum bara óska eftir öllum þeim fundum og funda eins mikið og við þurfum um öll þau brýnu mál sem hér eru á ferðinni, um þetta sem og önnur sem okkur kann að detta í hug.