138. löggjafarþing — 152. fundur,  7. sept. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[14:24]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér er nokkur vandi á höndum að svara hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrir hönd annars fólks. Ég get þó sagt það að ekki kom fram í allsherjarnefnd fyllri rökstuðningur við breytingarnar sem þarna eru lagðar til en fram koma í greinargerð með frumvarpinu.

Hins vegar get ég sagt og það hefur svo sem heyrst í umræðunni í þingsal að það er trú þeirra sem að málinu standa og bera ábyrgð á því að með þessu náist fram sparnaður. Hvernig hann næst er aftur meira á reiki.