138. löggjafarþing — 152. fundur,  7. sept. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[14:27]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú gæti ég brugðist svo við og sagt að hv. þm. Guðlaugur Þ. Þórðarson væni mig um ósannsögli. [Hlátur í þingsal.] Ég kýs að gera það ekki og leiði þær aðdróttanir hjá mér. Um þetta tiltekna atriði, sameiningu stofnana, verð ég að segja að svo virðist sem það eigi eftir að taka allar ákvarðanir í þeim efnum og ekki sé búið að móta neinar hugmyndir um það. Að minnsta kosti hafa ekki komið fram neinar hugmyndir um það umfram það sem vikið er að almennum orðum í greinargerð með frumvarpinu og ég veit að hv. þingmaður hefur kynnt sér.