138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

orð þingmanna í umræðu um störf þingsins.

[11:08]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Ég átti í umræðum áðan um störf þingsins sem er fyllilega eðlilegur vettvangur fyrir slíka umræðu. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að það var hæstv. fjármálaráðherra sem misnotaði liðinn um fundarstjórn forseta sem einhvers konar vettvang til að geta hreytt hrakyrðum í mig og uppnefnt. Slíkur er efnislegur málflutningur þessa hæstv. ráðherra og ég tel að hann eigi skömm skilið fyrir háttsemi sína.