138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

orð þingmanna í umræðu um störf þingsins.

[11:09]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Ef hæstv. fjármálaráðherra hefur rétt til að tjá sig um hluti sem tengjast að sumu leyti stjórn þingsins, fundarstjórn forseta, hljóta aðrir þingmenn að hafa það einnig. Það sem ég sagði um aðkomu hæstv. fjármálaráðherra að byggingu núverandi Herjólfs fyrir um 18 árum er satt og rétt. (Fjmrh.: Allt lygi.) Allt satt og rétt. (Fjmrh.: Allt lygi.) Það var nánast búið að taka ákvörðun um það verkefni þegar hann tók við sem samgönguráðherra (Fjmrh.: Þetta er rangt.) og hann fylgdi því eftir en slasaði það á leiðinni svo að eftir var tekið og allir vita sem til þekkja. Tölurnar sem ég nefndi, stærð skipsins, kostnaðurinn, viðbótarkostnaður við að byggja af réttri stærð, eru allar 100% réttar. Ég skora á fjármálaráðherra að sýna þá fram á að ég hafi rangt fyrir mér í þessu máli. (Fjmrh.: … gert það …) (Forseti hringir.)

Landeyjahöfn er ekki fullbyggð fyrir annað skip en sem hentar henni.