138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[11:13]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það mál sem hér er til afgreiðslu er að mati okkar sjálfstæðismanna algjörlega vanbúið. Það hefur breyst í meðförum allsherjarnefndar með því að u.þ.b. helmingurinn af því hefur verið klipptur burt af pólitískum aðstæðum innan ríkisstjórnarinnar. Allt sem lýtur að atvinnuvega- og auðlindamálum hefur verið klippt út úr frumvarpinu og er sleppt út af pólitískum vandræðagangi. Látum það vera en frumvarpið sem slíkt er algjörlega vanbúið vegna þess að alla nauðsynlega undirbúningsvinnu skorti og við undirbúning málsins var hvorki fylgt eftir leiðbeiningum og viðmiðunum, og kröfum sem gera má til stjórnarfrumvarpa, né haft í heiðri það samráð sem svo oft er boðað á tyllidögum.