138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[11:16]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það frumvarp sem hér liggur fyrir og verið er að greiða atkvæði um gengur þvert á allt það sem flutningsmenn frumvarpsins hafa talað um sem rök fyrir því. Ég efast um að þótt menn hefðu ætlað að gera þetta verr hefði þeim tekist það. Meira að segja í frumvarpstextanum, greinargerðinni, eru rangar fullyrðingar. Þar er sagt sérstaklega hvernig eigi að haga vinnubrögðum. Þar segir orðrétt, virðulegi forseti, sumarið skal nýtt til samráðs. Það var ekki gert. Það var ekki einu sinni sent til heilbrigðisstétta eða þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Því var bara sleppt. Út af pólitískum hrossakaupum tóku menn síðan kannski það fáa (Forseti hringir.) sem var nýtilegt í frumvarpinu út úr því. Núna verður þetta sent (Forseti hringir.) til nefnda. Nefndirnar fá (Forseti hringir.) 45 mínútur, 45 mínútur, (Forseti hringir.) virðulegi forseti, til að (Forseti hringir.) koma að málinu.